Líkbrennsla hefur færst í vöxt á síðustu árum. Nokkur aukning hefur verið í bálförum í umdæmi Kirkjugarða Akureyrar og ekkert er til fyrirstöðu að þeir sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins óski eftir þessari þjónustu. Kirkjugarðasamband Íslands og Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) hafa samvinnu um að auðvelda öllum Íslendingum að láta brenna sig, án tillits til búsetu og hvar duftkerið verður jarðsett. Duftker, sem hingað koma eru grafin í sérstakan duftreit í kirkjugarðinum á Naustahöfða en einnig er heimilt að dufkerin sé grafin ofan á kistugrafir með leyfi umsjónarmanns leiðis.

 

Sjá 2. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.

 

Viljayfirlýsing um bálför er staðfesting á vilja viðkomandi og fólk á öllum aldri fyllir út slíka yfirlýsingu. Hér að neðan er hlekkur á bálfararbeiðni í gegnum vef Kirkjugarða Reykjavíkur. Þegar búið er að fylla út beiðni og hún hefur verið staðfest er hún geymd í gagnagrunni kirkjugarðanna. Ef viljayfirlýsing um bálför liggur ekki fyrir, þegar andlát ber að höndum og fullvíst er að það hafi verið vilji hins látna að um bálför yrði að ræða, þurfa nánustu ástvinir að láta viðkomandi prest eða útfararstjóra vita um það. Í slíkum tilfellum á alls ekki að fylla út beiðni hér á netinu.

 

Bálfararbeiðni