Framkvæmdastjóri - fullt starf

Kirkjugarðar Akureyrar óska eftir að ráða framkvæmdastjóra í fjölbreytt og krefjandi starf.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón og ábyrgð á daglegum rekstri
  • Stýring fjármála, áætlanagerð og kostnaðareftirlit
  • Starfsmannahald og mannauðsstjórnun
  • Ábyrgð og verkstjórn verklegra framkvæmda
  • Samskipti við ríki, sveitarfélög og aðra hagaðila
  • Önnur verkefni í samráði við stjórn 

Menntun og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi, td á sviði skrúðgarðyrkju, iðnmenntunar eða rekstrar
  • Reynsla af stjórnun og rekstri
  • Reynsla af verklegum framkvæmdum og verkstjórn
  • Þekking á bókhaldi kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Leiðtogafærni og rík færni til samstarfs og samskipta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta og færni í að tjá sig í ræðu og riti

Kirkjugarðar Akureyrar (KGA) eru sjálfseignastofnun sem rekur kirkjugarðana á Naustahöfða og í Lögmannshlíð samkvæmt lögum nr 36/1993. Kirkjugarðar Akureyrar eiga og reka Útfararþjónustu Akureyrar ehf.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2025

Sótt er um starfið á vefslóðinni mognum.is

Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.  Einnig skal skila inn sakavottorði með umsókn

Nánari upplýsingar veita:

Sigríður Ólafsdóttir - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Smári Sigurðsson - This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.