Útfararþjónusta KGA kappkostar að eiga alltaf á lager flestar gerðir af krossum og kistum sem í boði eru. Algengast er að ný leiði séu merkt með hvítum eða brúnum trékrossi til bráðabirgða. Þá eru nafn hins látna ásamt fæðingar og dánardægri grafið á svarta álplötu, oft eru einhver kveðjuorð látin fygja.  Platan er fest á krossinn og starfsmenn Kirkjugarðana setja krossinn út að frágangi grafar loknum. Varanlegir krossar eru ýmist zink eða pólýhúðaðir eða smíðaðir úr ryðfríu stáli. Starfsmenn Kirkjugarða Akureyrar geta veitt aðstoð við uppsetningu legsteina.

Útfararþjónustan sendir vörur hvert á land sem er.

Kistur

Krossar

Plötur á krossa